Myndlistarvöruverslunin hefur opnað tvöfalt stærri verslun á nýjum stað!
Takk fyrir komuna á opnunarhátið Myndlistarvöruverslunarinnar!
Við getum ekki beðið eftir að bjóða ykkur velkomin inn á nýja heimili okkar á Hrísateigi 47 – Staðsett á milli Brauð & Co. og Matland. Nýja rýmið okkar býður upp á fjölbreyttara úrval af hágæða myndlistarvörum. Ekki örvænta því nýja heimilisfangið er steinsnar frá gömlu staðsetningunni!
Þessar flutningar marka tímamót í sögu verslunarinnar. Við byrjuðum sem netverslun árið 2021 sem fann fljótt heimili á Laugarnesvegi, þar sem við nýttum 13 fermetra stórt rými af bestu getu. Þegar vöruúrvalið og teymið stækkaði kom upp þörfin til að stækka við okkur. Þökk sé ykkar stuðningi, erum við að taka okkar næstu skref inn í stærra og flottara rými!
Sjáumst þar! 🎨✨