Collection: Myndlistarnámskeið

Byrjaðu árið á sköpun.

Í Myndlistarvöruversluninni Artsupplies.is bjóðum við upp á fjölbreytt myndlistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á faglega leiðsögn, persónulega nálgun og raunverulega vinnu með efnin. Námskeiðin henta bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref og þeim sem vilja dýpka og þróa sína eigin myndlist.

Það sem einkennir námskeiðin okkar:

  • Kennd af starfandi listamönnum og reyndum kennurum

  • Smærri hópar (hámark 8 þátttakendur) sem tryggja persónulega leiðsögn

  • Öll efni innifalin í tímum

  • Hlýlegt, skapandi og hvetjandi andrúmsloft

  • Áhersla á ferlið, tæknina og ánægjuna af því að skapa

Við trúum því að list sé fyrir alla – og að besta leiðin til að læra sé að vinna saman í góðum hópi með faglegri leiðsögn.